banner
   lau 02. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Myndi taka Vidal með mér í stríð
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína er Barcelona rúllaði yfir Real Valladolid á þriðjudaginn og vann 5-1.

Josep Guardiola var spurður út í frammistöðu Vidal, sem spilaði undir hans stjórn hjá Bayern München tímabilið 2015-16.

„Ég á mjög góðar minningar frá tíma okkar saman hjá Bayern München. Ef ég þyrfti að fara í stríð þá væri hann fyrsti maðurinn sem ég myndi taka með mér," sagði Guardiola.

„Hann er mjög fínn náungi og mikil keppnismanneskja. Hjá Bayern gaf hann okkur víddir sem við höfðum ekki áður. Hann er ekki hræddur við neitt. Ef þú sparkar í brjóstkassann á Vidal þá mun hann setja andlitið fyrir ef hann þarf þess."

Guardiola er ekki sá fyrsti sem talar um að taka Vidal með sér í stríð. Antonio Conte og Gianluigi Buffon hafa látið svipuð ummæli falla.
Athugasemdir
banner
banner