Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. nóvember 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta hélt slæmu gengi á Old Trafford leyndu frá leikmönnum
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta var stoltur af leikmönnum Arsenal eftir 0-1 sigur á útivelli gegn Manchester United í gær.

Það er ansi sjaldgæft fyrir Arsenal að hafa betur á Old Trafford en liðið hafði ekki unnið úrvalsdeildarleik á þessum sögufræga velli í fjórtán ár fyrir gærdaginn. Emmanuel Adebayor gerði sigurmark Arsenal á 86. mínútu í þeim leik.

„Ég vildi halda þessu leyndu frá leikmönnum, ég vildi skapa trú innan hópsins og ég er mjög ánægður með viðbrögðin. Við sýndum mikið hugrekki að koma hingað og halda hreinu. Það fylgir því mikið stress að koma á þennan völl, hann er ekki eins og aðrir útivellir. Strákarnir voru óaðfinnanlegir í dag, það skiluðu allir inn sínu og rúmlega það," sagði Arteta.

Pierre-Emerick Aubameyang gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu og varð um leið fyrsti leikmaður í sögu Arsenal til að skora úr vítaspyrnu á Old Trafford í úrvalsdeildarleik. Gilberto Silva klúðraði vítaspyrnu þar 2006 og Robin van Persie gerði slíkt hið sama 2011. Þetta var fyrsta mark Aubameyang í úrvalsdeildinni síðan hann skoraði gegn Fulham í fyrstu umferð. Auba er því aðeins kominn með tvö mörk eftir sjö umferðir af úrvalsdeildartímabilinu.

„Allir sóknarmenn þurfa að skora mörk fyrir sjálfstraustið og þegar það koma erfiðir kaflar þá þurfum við einfaldlega að skapa meira fyrir Auba. Hann skoraði gríðarlega mikilvægt mark og það mun hjálpa honum mikið, ég er ánægður að hann sé kominn yfir markaþurrðina."

Sjá einnig:
Auba: Arteta er að gera frábæra hluti og við verðum að fylgja honum
Athugasemdir
banner
banner
banner