Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. nóvember 2020 10:06
Magnús Már Einarsson
Birkir Már framlengir við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenkski landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals.

Samningur Birkis var á enda en nú er ljóst að hann verður áfram á mála hjá Val.

Hinn 35 ára gamli Birkir á 93 landsleiki að baki en hann verður væntanlega í hópnum í umspilinu gegn Ungverjum í næstu viku.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, framlengdi einnig samning sinn við félagið í gær.

Af Facebook síðu Vals
Birkir Már sem er borinn og barnfæddur Valsmaður skrifaði undir sinn fyrsta samning við félagið árið 2003 þá 19 ára gamall. Birkir hélt síðan utan í atvinnumennsku árið 2008.

Hann átti mjög farsælan feril með Brann þar sem hann spilaði 168 leiki og 84 leiki með Hammarby. Birkir snéri aftur til Vals 2018 og er einn af lykileikmönnum í sigursælu liði félagsins.

Birkir hefur verið fastamaður í landsliðinu í mörg ár og er þar með leikjahæstu leikmönnum með 93 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner