Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 02. nóvember 2020 19:13
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Leeds og Leicester: Þrjár breytingar hjá báðum liðum
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 20 þegar Leicester City kemur í heimsókn á Elland Road og mætir Leeds United.

Leeds vann frábæran 3-0 útisigur á Aston Villa um síðustu helgi en þar gerði Patrick Bamford þrennu. Bielsa gerir þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik.

Liam Cooper, Jamie Shackleton og Pablo Hernandez koma í liðið en út fara þeir Ezgjan Alioski, Pascal Struijk og Rodrigo.

Leicester vann einnig sinn síðasta leik en þá heimsótti liðið Arsenal á Emirates völlinn. Jamie Vardy gerði eina mark leiksins eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Brendan Rodgers gerir einnig þrjár breytingar á sínu liði. Jonny Evans, Timothy Castagne og James Maddison fara úr byrjunarliðinu og inn koma þeir Jamie Vardy, Mark Albrighton og Luke Thomas.

Leeds United: Meslier, Cooper, Ayling, Dallas, Koch, Hernandez, Klich, Harrison, Shackleton, Costa, Bamford.
(Varamenn: Casey, Casilla, Struijk, Ocampo, Alioski, Roberts, Davis)

Leicester City: Schmeichel, Fuchs, Justin, Thomas, Fofana, Albrighton, Mendy, Praet, Tielemans, Barnes, Vardy.
(Varamenn: Ward, Morgan, Choudhury, Maddison, Ünder, Pérez, Iheanacho.
Athugasemdir
banner
banner
banner