Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. nóvember 2020 10:19
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Steinn fer frá KA - Almarr skoðar sín mál
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Guðmundur Steinn Hafsteinsson verður ekki áfram hjá KA á næsta tímabili en þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur Steinn er að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Þýskalands. Þessi 31 árs gamli framherji bjó í nokkra mánuði í Þýskalandi í byrjun árs áður en hann samdi við KA þar sem hann skoraði sex mörk í sautján leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Miðjumaðurinn Almarr Ormarsson er að skoða sín mál en hann var að verða samningslaus. Hinn 32 ára gamli Almarr hefur hefur spilað með KA síðan árið 2016 að undanskildu árinu 2018 þegar hann var í Fjölni.

Danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist er farinn aftur til Horsens eftir að hafa verið í láni hjá KA. Ekki er ljóst hvort hann komi aftur á Akureyri næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner