mán 02. nóvember 2020 17:18
Elvar Geir Magnússon
Hópsmit hjá Ajax - Verða án margra í Meistaradeildinni
Byrjunarlið Ajax gegn Atalanta.
Byrjunarlið Ajax gegn Atalanta.
Mynd: Getty Images
Covid-19 hópsmit hefur komið upp hjá hollenska liðinu Ajax en fleiri en ellefu leikmenn hafa greinst með veiruna.

Ajax á að spila útileik við danska liðið Midjytlland í Meistaradeildinni annað kvöld. Atalanta og Liverpool eru í sama riðli.


Einhverjir leikmenn hafa farið í nýja sýnatöku og Ajax óskað eftir því við UEFA að einhverjir fái að ferðast til Danmörku á morgun.

Dusan Tadic og Davy Klassen eru meðal manna sem eru ekki í hópnum.

Þeir leikmenn Ajax sem greindust neikvæðir í skimun eru komnir til Danaveldis en útlit er fyrir að þjálfarinn Erik ten Hag þurfi að tefla fram mjög löskuðu liði

Ajax er með eitt stig að loknum tveimur umferðum í riðlinum, gerði jafntefli við Atalanta en tapaði fyrir Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner