Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. nóvember 2020 09:38
Magnús Már Einarsson
Íslenska landsliðið í skólabókum í Hong Kong
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ævintýri Íslands á EM 2016 og HM 2018 fengu mikla athygli út um allan heim.

Í Hong Kong er mynd af íslenska landsliðinu í skólabókum í dag þar sem talað er um mikilvægi þess að láta sig dreyma.

Þorlákur Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong, greinir frá þessu á Twitter í dag.

Íslenska landsliðið getur farið á þriðja stórmótið í röð ef liðið vinnur Ungverja í næstu viku.

Hér að neðan má sjá myndina og textann frá Þorláki.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner