Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. nóvember 2020 19:40
Aksentije Milisic
Lagerback ósáttur við áhugamenn í norska hópnum
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Lars Lagerback, þjálfari norska landsliðsins, vildi ekki svara spurningum á blaðamannfundi um rifrildi sín við Alexander Sörloth, leikmann liðsins.

Norskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um rifrildi Sörloth og Lagerback en það átti sér stað eftir tap Noregs gegn Serbíu um sæti í úrslitaleiknum í umspili fyrir EM.

Sörloth var ekki sáttur við sumar ákvarðanir sem Lagerback tók og lét ónægju sína í ljós við hann. Lagerback sagði að hann hafi aldrei lent í því á öllum sínum ferli að leikmaður fari svona langt yfir strikið.

Lagerback er pirraður yfir því að hlutir sem ræddir voru á fundi hjá landsliðinu hafi komist í blöðin.

„Landsliðið fyrir mig, eru atvinnumenn. Áhugamenn myndi ég kalla þá sem leka hlutum sem eru ekki góðir fyrir liðið. Þegar slíkt andrúmsloft skapast, þá truflar það alla menninguna sem þú ert að reyna að búa til. Það er ekki gott," sagði Lagerback á blaðamannafundinum.

„Ég mun ræða við leikmeninna og segja við þá það sem ég hef sagt við ykkur og aðeins meira. Við þurfum öll að líta í spegil ef við ætlum að vera atvinnumenn."

Lagerback lét þá fjölmiðlinn VG heyra það fyrir hvernig það hefur fjallað um málið á milli hans og Sörloth.

„VG tók forystuna, byggt á aðskildum atvikum sem áttu sér stað þarna. Svo þú gerir túlkanir og ert með vangaveltur og ég er ekki sammála þeim miðað við hvernig ég upplifið þessa atburði. Þeir hafa gert mjög meðvitað sjónahorn og túlkun á þetta sem passar alls ekki við minn veruleika."


Athugasemdir
banner
banner