Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. nóvember 2020 18:20
Aksentije Milisic
Líklegt að EM verði haldið í einu landi - Rússland leiðir kapphlaupið
Volgograd Arena.
Volgograd Arena.
Mynd: Getty Images
Þær fréttir voru að berast að UEFA sé að skoða það alvarlega að halda Evrópumótið á næsta ári í einu landi en ekki tólf eins og átti að vera.

Evrópumótinu var frestað vegna kórónu veirunnar eins og svo mörgu öðru. Mótið fer fram næsta sumar og hefur UEFA verið að skoða hvernig best sé að halda mótið.

Upphaflega átti mótið að fara fram í 12 löndum. Þau lönd voru England, Þýskaland, Ítalía, Azerbaijan, Rússland, Rúmenía, Holland, Írland, Spánn, Ungverjaland, Skotland og Danmörk.

Nú er Rússland talið líklegast til þess að halda keppnina en HM 2018 fór einmitt þar fram og fengu Rússar mikið lof fyrir hvernig staðið var að keppninni.

Ísland og Ungverjaland mætast í úrslitaleik um hvort liðið kemst á EM og hver veit nema Ísland fari aftur til Rússland eins og fyrir tveimur árum síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner