Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. nóvember 2020 20:45
Aksentije Milisic
Lukaku fór ekki með til Madrid
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, markahæsti leikmaður Inter Milan, ferðaðist ekki með liðinu til Madrídar en liðið mætir Real Madrid í mjög mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Belginn stóri og stæðilega á við vöðvameiðsli að stríða sem hann hlaut í jafnteflisleiknum gegn Shaktar Donetsk fyrir tæpri viku síðan.

Lukaku hefur skorað sjö mörk í sjö leikjum á þessu tímabili en nú er ljóst að hann mun missa af þessum stórleik sem Inter má ekki við að tapa.

Inter var án Lukaku þegar liðið gerði 2-2 jafntelfi gegn Parma um helgina og þá greina ítalskir fjölmiðlar frá því að hann muni líka missa af leiknum gegn Atalanta í deildinni áður en landsleikjahléið fer í gang.

Inter vill halda leikmanninum hjá sér þegar landsleikirnir fara í gang sem þýðir að Belgía gæti einnig verið án hans í næstu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner