banner
   mán 02. nóvember 2020 12:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Óli Skúla: Þýðir ekki að henda í frekjukast
Ólafur Ingi Skúlason í leik með Fylki í dag.
Ólafur Ingi Skúlason í leik með Fylki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn enduðu í 6. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar en þetta varð ljóst eftir að keppni var hætt á föstudaginn. Fylkir átti möguleika á Evrópusæti en liðið var þremur stigum frá 3 og 4. sæti þegar flautað var af. Fylkir átti eftir að mæta Val, HK, ÍA og Víkingi R.

Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, ræddi ákvörðun KSÍ í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn.

„Það tekur enginn þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið mjög erfið ákvörðun fyrir KSÍ. Það er enginn að þessu til að skemma fyrir einhverjum eða að menn nenni þessu ekki lengur. Það er örugglega búið að fara í alvöru vinnu í að skoða hvort þetta sé raunhæft og hvort þetta sé möguleiki," sagði Ólafur Ingi.

„Við verðum að treysta þeim sem taka ákvarðanir. Þetta er gert í samvinnu við Landslækni og þá sem þekkja stöðuna betur en við hin. Ef þetta er ekki gerlegt og ekki málð þá þýðir ekki að henda í frekjukast af því að staðan er svona. VIð þurfum að virða þetta."

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt. Við erum búnir að eiga flott tímabil og vildum njóta þess að hafa að einhverju að keppa í síðustu leikjum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Það er ekki hægt og við verðum að virða það. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungum og hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni þá skilur maður að það sé ekki hægt að taka einhverja sénsa."


Sjá einnig:
Ólafur Ingi leggur skóna á hilluna
Útvarpsþátturinn - Fótboltinn blásinn af
Athugasemdir
banner
banner