Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 02. nóvember 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane: Líkamstjáning Rashford var hrikaleg
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segist hafa miklar áhyggjur af spilamennsku Man Utd eftir 0-1 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Rauðu djöflarnir áttu ekki sérlega góðan leik og virkuðu óviðbúnir eftir að hafa rúllað yfir RB Leipzig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í miðri viku.

„Þetta eru augljóslega mikil vonbrigði. Fólk hélt að Man Utd væri búið að snúa blaðinu við eftir góð úrslit í síðustu leikjum en ég lét ekki plata mig..." sagði Keane.

Keane er ósáttur með líkamstjáningu Marcus Rashford á vellinum og telur að félaginu sárvanti alvöru leiðtoga.

„Það vantaði orku, áhuga og gæði í leik Man Utd. Ég er ekki sannfærður um að það séu réttir leikmenn hjá félaginu. Ég fylgdist náið með Rashford í dag og líkamstjáningin hans var hrikaleg. Hann yppti öxlum þegar hlutir gengu upp hjá honum? Þú brettir upp ermarnar þegar þú spilar fyrir Manchester United.

„Ég sé engan alvöru leiðtoga í þessu liði. Ég hef virkilega miklar áhyggjur af Manchester United þessa stundina. Við eigum enn langt í land með að snúa blaðinu við. Ég sé ekki alvöru karlmenn í þessu liði, hermenn sem þú myndir fara í stríð með og treysta fyrir lífi þínu. Það vantar þannig menn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner