Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. nóvember 2020 10:01
Magnús Már Einarsson
Sam Hewson á förum frá Fylki
Sam Hewson í leik með Fylki í sumar.
Sam Hewson í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski miðjumaðurinn Sam Hewson er á förum frá Fylki en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag. Hinn 32 ára gamli Hewson hefur verið á mála hjá Fylki undanfarin tvö tímabil.

„Ég er að fara því ég þarf á nýrri áskorun að halda og þetta hefur ekki alveg gengið hjá mér hjá Fylki," sagði Sam við Fótbolta.net.

„Þetta hafa verið tvö erfið ár fyrir mig andlega vegna þess að ég hef verið meiddur og á köflum ekki verið að spila. Ég vil þakka Fylki fyrir tímann, ég naut þess að vera þar."

„Ég er í leit að nýju félagi núna og nýrri áskorun. Ég tel að ég geti ennþá gefið margt og ég ætla að bíða og sjá hvaða tilboð ég fæ."


Sam skoraði eitt mark í ellefu leikjum í Pepsi Max-deildinni en það var sigurmark úr vítaspyrnu undir blálokin gegn KR á útivelli í lok september.

Sam ólst upp hjá Manchester United en hann hefur skorað tíu mörk í 159 leikjum á Íslandi. Sam kom til Fram árið 2011 en hann hefur einnig leikið með FH og Grindavík á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner