Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. nóvember 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Zlatan skoraði með bakfallsspyrnu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, 39 ára, gerði sigurmark AC Milan gegn Udinese um helgina. Hann gerði frábærlega að skora með furðulegri útfærslu af bakfallsspyrnu og segir það hafa verið einu leiðina til að ná til knattarins.

Milan er á toppi ítölsku deildarinnar eftir sigurinn, með 16 stig eftir 6 umferðir.

„Ég beið bara eftir að boltinn myndi fara yfir línuna svo ég gæti fagnað með félögunum," sagði Zlatan og glotti. „Ég hef skorað nokkur svipuð mörk áður en þetta var eina hreyfingin sem ég gat gert til að hitta á rammann.

„Maður verður að reyna hluti, annað hvort takast þeir eða ekki. Í þetta sinn fór boltinn inn, næst fer hann aftur inn... ekki hafa áhyggjur."


Zlatan er ekki aðeins helsti markaskorari liðsins en einnig mikill leiðtogi og leiðbeinandi.

„Mitt starf er að halda leikmönnum hungruðum og passa að enginn verði alltof sáttur með sjálfan sig því við erum ekki enn búnir að vinna neinn titil.

„Við verðum að halda áfram og vera tilbúnir til að takast á við erfiðu tímana. Þegar þeir koma mun ég sýna leikmönnum réttu leiðina til að laga stöðuna.

„Þessa stundina er lykillinn fyrir leikmenn að vera hungraðir og ekki of sáttir með sjálfa sig. Við erum að spila vel en erum ekki búnir að vinna neitt."


Zlatan líður vel hjá Milan og grínaðist með samningsmál sín í lok viðtalsins, en hann verður samningslaus eftir tímabilið.

„Núna segi ég við Paolo (Maldini) að við verðum að skrifa undir nýjan samning því annars neita ég að spila næsta leik."

Sjáðu markið
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner