banner
   mán 02. nóvember 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Stökk frá Genk eftir nokkurra vikna starf til að taka við FCK
Jess Thorup á æfingu FCK í dag.
Jess Thorup á æfingu FCK í dag.
Mynd: Getty Images
Belgíska félagið Genk hefur lýst yfir undrun og vonbrigðum með að stjóri liðsins, Jess Thorup, sagði upp störfum til að taka við FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Thorup er 50 ára gamall Dani en hann hafði aðeins starfað í einn og hálfan mánuð hjá Genk. Hann segist ekki hafa getað hafnað tækifærinu þegar FCK bauðst.

Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson spilar með FCK.

„Mér leið vel hjá Genk frá degi eitt og félagið myndar eina stóra fjölskyldu. En þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað, snúa aftur til heimalands míns og stýra stærsta félagi í Skandinavíu," segir Thorup.

Á ferli sínum hefur hann meðal annars stýrt Midtjylland, Gent og danska U21-landsliðinu. Hann gerði Midtjylland að Danmerkurmeistara 2018.

Thorup tekur við FCK af Ståle Solbakken sem var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði. FCK er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner