Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. nóvember 2020 14:39
Magnús Már Einarsson
Þjálfaramál FH til skoðunar - Gæti komið í ljós í vikunni
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög langt komið hjá okkur. Við látum mögulega heyra í okkur í vikunni," sagði Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í þjálfaramál félagsins.

Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við FH á miðju sumri og undir þeirra stjórn endaði liðið í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Orðrómur hefur verið um að Eiður taki við sem aðalþjálfari og Davíð Þór Viðarsson verði aðstoðarþjálfari á næsta tímabili. Valdimar vill ekki staðfesta þær sögusagnir.

„Ég vil ekki tjá mig fyrr en allt er orðið klárt. Við erum að horfa á heildar pússl í þessu öllu saman. Við höfum ekki viljað segja neitt fyrr en það er klárt og það er líka gert í samráði við okkar frábæru þjálfara. Því mun minna sem við segjum um það, því betra fyrir alla," sagði Valdimar.

Logi Ólafsson var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum en þá sagði hann um framtíð sína: „Minn er hugur er bara jákvæður eins og alltaf. Það verður bara tekin sú ákvörðun sem er best fyrir félagið. Það er ekki hægt að svara þessu öðruvísi en þannig að ekkert hefur verið ákveðið enn. Menn eru að velta fyrir sér hlutunum," segir Logi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner