Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. nóvember 2020 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Þurfum að gera mikið betur á aldrinum 12-20 ára"
Bjarni Guðjónsson
Bjarni Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR, telur að breyta þurfi þjálfun í yngri flokkum á Íslandi og kenna leikmönnum meira taktíkst. Bjarni hefur skoðað aðstæður erlendis hjá nokkrum félögum og hann ræddi þessi mál í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn.

„Okkur finnst við vera svo frábær í yngri flokka starfinu og fráum hrós fyrir það en það er upp í tólf ára. Svo lendum við á eftir. Við þurfum að gera mkið, mikið betur á aldrinum 12-20 ára eða þangað til þú ferð upp í meistaraflokk," sagði Bjarni í þættinum.

„Taktískur skilningur og þekking á því hvernig á að spila leikinn. Þar kemur að þjálfurunum. Ég er ekki að tala um að það séu lélegir þjálfarar en þjálfararnir í yngri flokkunum á Íslandi þurfa að vera með skýrari markmið."

„Út af hverju erum við að æfa? Hvað er verið að kenna? Á varnarlínan að stíga upp? Þú horfir oftar en ekki á 3 og 4. flokk þar esm varnarlínan stendur á eigin vítateig en sóknin er komin í vítateiginn hinumeginn. Við þurfum að þjálfa miklu meira á æfingum en við erum að gera."

„Þetta snýst um vinnu og skipulag. Það þarf að ná í þekkingu í félögin og setja þetta í gang."

Útvarpsþátturinn - Fótboltinn blásinn af
Athugasemdir
banner
banner
banner