Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. nóvember 2020 15:44
Elvar Geir Magnússon
Útilokar ekki að Aguero spili gegn Liverpool
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, útilokar ekki að Sergio Aguero gæti snúið aftur í liðið þegar leikið verður gegn Liverpool um komandi helgi.

Aguero hefur misst af tveimur síðustu leikjum City eftir að hafa meiðst í 1-1 jafntefli gegn West Ham þann 24. október.

Hann verður ekki með gegn Olympiakos í Meistaradeildinni á þriðjudag en Guardiola segir mögulegt að hann gæti spilað í stórleiknum gegn Liverpool á sunnudag.

„Við vitum ekki hvernig staðan verður um helgina, hann er að verða betri. Við viljum ekki taka skref til baka en þetta lítur betur út," segir Guardiola.

Gabriel Jesus, sem hefur verið á meiðslalistanum, gæti spilað gegn Olympiakos.

Guardiola hefur verið að nota Raheem Sterling og Ferran Torres sem fremstu menn í fjarveru Aguero og Jesus.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner