Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 02. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
De Jong ætlar ekki að fara frá Barcelona í janúar
Ensku félögin geta gleymt því að fá De Jong
Ensku félögin geta gleymt því að fá De Jong
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong ætlar ekki að yfirgefa Barcelona í janúarglugganum, en þessu heldur spænski miðillinn Diario fram.

De Jong, sem er 25 ára gamall, var orðaður við Chelsea og Manchester United síðasta sumar, en neitaði að yfirgefa Börsunga.

Hann er áfram orðaður við félögin og þá halda spænsku miðlarnir því fram að Liverpool hafi skráð sig í baráttuna.

Félögin geta þó gleymt því að fá hann í janúarglugganum því De Jong hefur tekið ákvörðun. Hann ætlar að vera áfram hjá Barcelona og er ómögulegt að hagga við þeirri ákvörðun.

De Jong hefur aðeins byrjað níu leiki af átján leikjum liðsins á tímabilinu en samkeppnin er mikil á miðjunni með leikmenn á borð við Gavi, Sergio Busquets, Franck Kessie og Pedri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner