Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. nóvember 2022 10:06
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum leikmaður Arsenal fékk dauðafæri til að slá Tottenham út úr Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Tottenham komst upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni í gær með gríðarlega dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Marseille í Frakklandi í gær.

Tottenham var að falla úr keppni í hálfleik en jafnaði í seinni hálfleik og í blálok uppbótartímans skoraði Pierre-Emile Höjbjerg sigurmark.

Seint í leiknum fékk Sead Kolasinac, fyrrum leikmaður Arsenal, sannkallað dauðafæri til að slá erkifjendur Arsenal úr keppninni. Staðan var 1-1 þegar hann fékk fullkomna sendingu, var aleinn í markteignum en skallaði boltann framhjá.

Tottenham skoraði síðan sigurmarkið og verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudag.

Kolasinac kom inn sem varamaður hjá Marseille í gær en hann var hjá Arsenal 2017-2022.


Athugasemdir
banner
banner