banner
   mið 02. nóvember 2022 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um Lewis: Þvílíkt mark
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester CIty, var ánægður með síðari hálfleikinn hjá liðinu í 3-1 sigrinum á Sevilla í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld en hinn 17 ára gamli Rico Lewis fékk sérstakt hrós.

Lewis var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Man City. Hann spilaði sem vængbakvörður í dag og kom vel frá sínu og gott betur en það.

Hann gerði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks og var valinn maður leiksins en Guardiola hrósaði honum sérstaklega eftir leikinn.

„Það gekk illa hjá okkur í fyrri hálfleiknum en strákarnir reyndu alla vega. Síðari hálfleikurinn var betri og þetta voru mjög góð mörk. Ég er ánægður fyrir hönd allra hjá félaginu.“

„Þvílíkt mark. Hann er frábær leikmaður, svo greindur. Hann skilur allt, skoraði frábært mark og spilaði mjög vel.“


Nokkrir ungir leikmenn fengu tækifærið í kvöld en þar má nefna Cole Palmer og Josh Wilson-Esbrand og var Guardiola ánægður með þeirra framlag.

„Þeir spiluðu í Meistaradeildinni gegn reyndu liði Sevilla. Þetta er góður sigur,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner