Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. nóvember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Höfum rætt þetta síðan við spiluðum fyrsta landsleikinn saman“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir
Jasmín Erla Ingadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir fá loksins að upplifa drauminn að spila saman en Andrea gekk í raðir Stjörnunnar á dögunum og verður því liðsfélagi Jasmínar.

Hún hefur komið víða við á ferlinum. Andrea spilaði fyrir Þór/KA áður en hún hélt til Ítalíu árið 2019 og lék þar fyrir Orobica.

Þegar hún kom heim samdi hún við FH og spilaði með liðinu sumarið 2020 áður en hún var lánuð í Breiðablik í febrúar 2021. Stuttu síðar stökk hún á tækifærið að spila í sænsku úrvalsdeildinni með Växjö DFF og náði sér í mikilvæga reynslu með liðinu áður en hún kom aftur heim í Þór/KA.

Andrea er nú komin í Stjörnuna og fær að upplifa gamlan draum um að spila með Jasmín Erlu Ingadóttur, en þær hafa talað um að spila saman síðan þær spiluðu saman í yngri landsliðunum.

„Það er draumur. Við höfum rætt þetta síðan við spiluðum fyrsta landsleikinn saman 15 ára gamlar og að við höfum alltaf viljað spila saman og loksins er komið að því. Við höfum talað um það og erum spenntar.“ sagði Andrea við Fótbolta.net

Markmið Stjörnunnar er að berjast um titilinn á næsta ári og var hún ekkert að fara í felur með það.

„Já, að sjálfsögðu. Miðað við árangur og liðið í heild sinni þá er ekki spurning að vera í titilbaráttu,“ sagði hún í lokin.
Taldi sig þurfa breytingu - „Fann að þetta gæti verið spennandi"
Athugasemdir
banner
banner
banner