Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 02. nóvember 2022 11:04
Elvar Geir Magnússon
Konate minnti Liverpool á hvers það hefur saknað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ibrahima Konate er mættur af meiðslalistanum hjá Liverpool og var meðal bestu manna í 2-0 sigri liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gær.

Konate meiddist á hné á undirbúningstímabilinu og missti af byrjun tímabilsins. Hann varð svo aftur fyrir meiðslum og hefur verið sárt saknað.

„Vörn Liverpool hefur verið brothætt og ekki fengið hjálp frá miðsvæðinu. Ibrahima Konate sýndi í gær hvers liðið hefur saknað," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltaskrifa hjá BBC.

„Þessi 23 ára franski miðvörður sneri aftur gegn ógnvekjandi sókn Napoli og átti framúrskarandi leik. Lið Liverpool sýndi miklu meira öryggi en þeir hafa verið að gera á tímabilinu."

„Varnargæði Konate við hlið Virgil van Dijk héldu hinum stórhættulega Victor Osimhen í skefjum. Hann sýndi hraða og líkamlegan styrk þegar Napoli beið sjaldgæfan ósigur. Vissulega vissi Napoli að það væri í bílstjórasætinu í riðlinum en Konate sýndi af hverju Jurgen Klopp krossleggur fingur og vonar að þessi hæfileikaríki ungi varnarmaður haldi sig frá meiðslalistanum það sem eftir lifir tímabils."
Athugasemdir
banner