Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. nóvember 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Nálgast Simeone endastöð? - Atletico dottið úr Evrópukeppnum
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid.
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid.
Mynd: EPA
Diego Simeone hefur verið að eltast við þann draum að vinna Meistaradeildina með Atletico Madrid og tvisvar komist mjög nálægt því. En draumurinn virðist vera að fjarlægjast og sú staðreynd að liðið endaði í neðsta sæti riðils sem innihélt Porto, Bayer Leverkusen og Club Brugge undirstrikar það.

Diego Simeone er launahæsti stjóri heims og er með samning til 2024. Launatölur hans hafa verið gagnrýndar margsinnis en Evrópupeningurinn sem hann hefur tryggt félaginu er notaður sem skýring.

Atletico missir af um 8,4 milljónum punda til liða sem hafa komist í 16-liða úrslit auk 9,3 milljóna punda sem félagið hefði fengið með því að komast í 8-liða úrslit. Þær 17,7 milljónir punda eru ekki langt frá því sem borgað er til Simeone á hverju ári.

Spænskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort Simeone sé að nálgast endastöð hjá Atletico. Dyggustu stuðningsmenn Atletico sem halda sig bak við markið á Metropolitano leikvangnum hafa hætt að syngja nafn hans.

Einnig er mikið fjallað um dýrasta varamann Evrópufótboltans, Joao Felix. Hann hefur ekki byrjað neinn af síðustu fimm deildarleikjum liðsins. Hann hefur ekki skorað á tímabilinu og virðist alls ekki passa inn í leikstíl liðsins.
Athugasemdir
banner
banner