Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 02. nóvember 2022 10:43
Elvar Geir Magnússon
Þessum liðum gæti Liverpool mætt í 16-liða úrslitum
Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleiknum á síðasta tímabili.
Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleiknum á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool endaði í öðru sæti síns riðils í Meistaradeildinni en ljóst er að fjögur ensk lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn.

Auk Liverpool verða það Manchester City, Chelsea og Tottenham.

Lið sem eru frá sama landi og lið sem voru saman í riðli geta ekki dregist saman í 16-liða úrslitum. Lið sem enda í fyrsta sæti keppa gegn liðum sem enduðu í öðru sæti.

Mögulegir mótherjar Liverpool í næstu umferð eru Porto, Bayern München, Real Madrid, RB Leipzig, PSG og Benfica. Liverpool lék til úrslita í keppninni gegn Real Madrid á síðasta tímabili.

Tottenham vann sinn riðil á dramatískan hátt í gær og gæti mætt Club Brugge eða Inter. Það fer svo eftir úrslitunum í kvöld hvaða aðrir mótherjar eru mögulegir, það gætu verið AC Milan, Red Bull Salzburg, RB Leipzig, Shakhtar Donetsk, Borussia Dortmund, Benfica eða Paris Saint-Germain.

Chelsea og City hafa þegar tryggt sér sigur í sínum riðlum og eru í svipaðri stöðu og Tottenham með mögulega mótherja.

16-liða úrslitin verða spiluð í febrúar og mars, 8-liða úrslitin í apríl og undanúrslitin í maí. Úrslitaleikurinn þetta tímabilið verður í Istanbúl 10. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner