Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja sinn sem Bayern klárar riðlakeppnina með fullt hús stiga
Mynd: EPA
Bayern München vann alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þessu tímabili og er þetta í þriðja sinn sem félagið afrekar það.

Bayern, sem var í riðli með Inter, Barcelona og Viktoria Plzen, kláraði dæmið í gær með 2-0 sigri á ítalska liðinu.

Þetta var sjötti sigurinn þar sem Bayern skoraði 18 mörk og fékk aðeins á sig 2.

Afrekið er stórt því þetta er í þriðja sinn sem liðinu tekst að fara í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga og sömuleiðis eina liðið sem hefur gert það þrisvar.

Bayern gerði slíkt hið sama á síðustu leiktíð og tímabilið 2019-2020, er liðið vann keppnina.


Athugasemdir
banner
banner
banner