Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Erum í ákveðnu ferli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Unai Emery svaraði spurningum og kom leikstíl Aston Villa til varnar eftir 2-0 tap á útivelli gegn Englandsmeisturum Liverpool í gærkvöldi.

Aston Villa skapaði lítið á Anfield og réði ekki við lærlinga Arne Slot. Mohamed Salah skoraði fyrra mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir skelfileg varnarmistök. Emiliano Martínez markvörður gaf lélega sendingu undir pressu og rataði boltinn beint á Salah sem skoraði auðvelt mark.

Hluti stuðningsmanna skrifar þetta mark á Emery og kröfu hans um að leikmenn spili boltanum úr vörninni í stað þess að hreinsa þegar þeir eru undir pressu.

„Þetta voru stór mistök en svona getur gerst. Við erum ennþá í ákveðnu ferli til að venja okkur á leikstílinn sem við viljum spila og þetta er partur af því. Leikstíllinn snýst um að vera hugrakkir og sýna sterkan karakter. Við gáfum Salah þetta mark en svona getur gerst meðan við erum ennþá í þessu ferli," sagði Emery eftir tapið.

„Við spiluðum flottan leik og vorum sterkara liðið á köflum. Okkur leið vel og við sköpuðum einhver færi, áttum skot í stöng og spiluðum af sjálfstrausti. Þetta er mjög erfiður völlur heim að sækja og það er virkilega erfitt að stjórna leiknum hérna eins og við gerðum síðustu 30 mínúturnar.

„Við erum að vinna hörðum höndum að því að bæta okkur og við verðum að taka þessu tapi. Við höldum áfram á okkar braut og stefnum á að vinna næstu leiki."


Aston Villa á heimaleiki við Maccabi Tel Aviv og Bournemouth í vikunni fyrir landsleikjahlé.

Emery ræddi einnig um varnarmanninn Tyrone Mings sem fór meiddur af velli á lokakaflanum. Villa var búið með skiptingarnar og því léku lærisveinar Emery einum leikmanni færri síðustu mínúturnar. Þjálfarateymið vonast til að Mings verði orðinn klár í slaginn eftir landsleikjahléð.

„Hann fann fyrir einhverju í náranum. Við vonum að þetta sé ekki neitt alvarlegt."

Aston Villa er um miðja úrvalsdeild eftir tapið, með 15 stig eftir 10 umferðir.

   01.11.2025 22:04
England: Liverpool aftur á sigurbraut

Athugasemdir
banner
banner