Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   sun 02. nóvember 2025 13:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Dramatík í naumum sigri Inter
Mynd: EPA
Verona 1 - 2 Inter
0-1 Piotr Zielinski ('16 )
1-1 Giovane ('40 )
1-2 Martin Frese ('90 , sjálfsmark)

Inter vann dramatískan sigur gegn Verona í ítölsku deildinni í dag.

Piotr Zielinski kom liðinu yfir með glæsilegu marki. Hakan Calhanoglu átti laglega sendingu úr hornspyrnu á Zielinski sem skoraði með viðstöðulausu skoti rétt fyrir utan teiginn.

Inter tókst ekki að bæta við forystuna í fyrri hálfleik og en Giovane jafnaði metin fyrir Verona undir lok fyrri hálfleiksins þegar hann skoraði með föstu skoti úr teignum.

Það stefndi allt í jafntefli en Nicolo Barella átti fyrirgjöf í blálokin og Martin Frese varð fyrir því óláni að fá boltann í sig og stýra honum í netið.

Inter er í 3. sæti með 21 stig, jafn mörg stig og Roma sem á leik til góða og stigi á eftir toppliði Napoli. Verona er í 18 sæti með fimm stig en liðið hefði komist upp úr fallsæti ef liðið hefði nælt í stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner
banner