Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   sun 02. nóvember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Unglingalandsliðssystur skrifa undir hjá FH
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvíburasysturnar Unnur og Ragnheiður Thorarensen Skúladætur eru búnar að skrifa undir sína fyrstu samninga við FH sem gilda út næstu tvö keppnistímabilin.

Unnur og Ragnheiður tilheyra ógnarsterkum 2009 árgangi hjá FH og eru því á sextánda aldursári.

Þær voru lykilleikmenn í meistaraflokki kvenna hjá ÍH síðasta sumar sem gerði flotta hluti í 2. deildinni og tryggði sér sæti í Lengjudeildinni á næsta ári, samhliða því að verða bikarmeistarar með 3. flokki FH.

Báðar léku þær tvær landsleiki fyrir U15 landslið Íslands og hefur Unnur verið valin í U17 landsliðið sem heldur til Slóveníu á næstu dögum fyrir undankeppni EM.

„Við óskum Unni og Röggu innilega til hamingju með samningana og hlökkum til að styðja áfram við framþróun þeirra næstu árin," segir í tilkynningu frá FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner