Liverpool vann kærkominn sigur í úrvalsdeildinni í gær þegar liðið vann Aston Villa 2-0.
Liðið hafði tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum fyrir leikinn í gær. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segir að gagnrýnin hafi ekki alltaf haft rétt á sér.
Liðið hafði tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum fyrir leikinn í gær. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segir að gagnrýnin hafi ekki alltaf haft rétt á sér.
„Ég hef tekið eftir því að það er mikið umtal sem maður hefur enga stjórn á og við þurfum að takast á við það sem lið," sagði Van Dijk.
„Sumar skoðanir hafa verið fáránlegar. Við verðum að takast á við þetta, þetta eru utanaðkomandi raddir sem geta haft áhrif á ákveðna leikmenn og hópinn. Við þurfum að standa saman."
„Við förum ekki út á völl til að tapa leikjum, við förum ekki í leiki tl að verðaf yrir vonbrigðum eða valda stuðningsmennina vonbrigðum. Við viljum leggja hart að okkur og vinna leiki. Það er ekki gefið, við spilum í úrvalsdeildinni, stærstu deild í heimi. Það er erfitt að halda ró en við verðum að gera það til að komast þangað sem við viljum vera."
Athugasemdir


