Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 02. desember 2021 14:25
Elvar Geir Magnússon
Aron og Eggert reikna með að málið verði fellt niður
Aron og Eggert í landsliðsverkefni 2011.
Aron og Eggert í landsliðsverkefni 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Í dag var greint frá því að Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson leikmaður FH hefðu báðir gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru sakaðir um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum.

Lögmaður þeirra, Einar Oddur Sigurðsson, sendi stutta yfirlýsingu til fjölmiðla fyrir hönd þeirra beggja þar sem hann hefur ekki haft tök á að svara símtölum.

„Skjólstæðingar okkar hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu og hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið í skýrslutöku hjá lögreglu eins og þeir óskuðu eftir," segir í yfirlýsingunni.

„Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni."

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Eggerti: Hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot
Yfirlýsing frá Aroni: Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner