Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   þri 02. desember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Deco: Rashford er stórkostlegur leikmaður
Mynd: EPA
Marcus Rashford hefur verið frábær í búningi Barcelona en hann er á láni frá Man Utd.

Rashford átti mjög erfitt uppdráttar hjá Man Utd undanfarin ár en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp níu fyrir toppliðið á Spáni í 18 leikjum. Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, er virkilega ánægður með hann.

„Rashford er ánægður hjá okkur, hann er stórkostlegur leikmaður. Hann þjáðist svolítið í kynslóðaskiptunum hjá United. Það er mikil ábyrgð á þér þegar þú ert mikilvægur leikmaður," sagði Deco.

„United hefur átt í vandræðum með að byggja upp liðið undanfarin fimm ár. Hann var þarna, það er ekki auðvelt fyrir leikmann sem fólk krefst mikils af."

Barcelona mætir Atletico Madrid í toppslag í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner