Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 03. janúar 2018 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rúnar fer með til Indónesíu - Björn Bergmann ekki
Liðið flýgur út á föstudaginn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason hefur bæst við landsliðshópinn sem mætir Indónesíu í vináttuleikjum dagana 11. og 14. janúar næstkomandi.

Andri átti magnað tímabil með Grindavík í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar. Hann kom öllum á óvart, skoraði 19 mörk og jafnaði markamet.

Eftir tímabilið samdi hann við Helsingborg í Svíþjóð.

Nú hefur Andri bæst við í hópinn sem fer til Indónesíu. Víða var kallað eftir því að hann yrði í hópnum eftir að hann hafði verið tilkynntur.

„Þetta er mikill heiður og eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég var lítill," sagði Andri Rúnar um landsliðssætið.

Uppfært: KSÍ hefur nú tilkynnt að Björn Bergmann Sigurðarson, sóknarmaður Molde, fari ekki með til Indónesíu. Ekki er tilgreint hver ástæðan sé.

Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Anton Ari Einarsson (Valur)
Fredrik Schram (Roskilde)

Varnarmenn:
Jón Guðni Fjóluson (Norrköping)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)
Haukur Heiðar Hauksson (AIK)
Viðar Ari Jónsson (Brann)
Böðvar Böðvarsson (FH)
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)

Miðjumenn:
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Aron Sigurðarson (Tromsö)
Arnór Smárason (Hammarby)
Mikael Anderson (Venssyssel)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)

Sóknarmenn:
Óttar Magnús Karlsson (Molde)
Kristján Flóki Finnbogason (Start)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Hammarby)
Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven)
Andri Rúnar Bjarnason (Helsingborg)


Athugasemdir
banner
banner
banner