Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 03. janúar 2018 12:15
Elvar Geir Magnússon
Arsenal ræðir um kaup á tvítugum grískum miðverði
Konstantinos Mavropanos.
Konstantinos Mavropanos.
Mynd: PAS Giannina
Arsenal er í viðræðum um möguleg kaup á tvítugum grískum miðverði sem heitir Konstantinos Mavropanos og er hjá PAS Giannina.

Mavropanos er væntanlegur til London en samkvæmt fjölmiðlum hyggst Arsenal kaupa hann á 2,2 milljónir punda.

Hann er hugsaður sem mögulegur kostur fyrir framtíðina og stefnt á að lána hann út tímabilið. Sagt er að Werder Bremen í Þýskalandi sé möguleiki í þeim efnum.

Mavropanos hefur spilað fyrir U21 landslið Grikklands og er talinn einn efnilegasti leikmaður landsins.

Arsenal telur að hann sé ekki tilbúinn fyrir aðalliðið í dag en sé spennandi möguleiki fyrir framtíðina.

Komið er upp nýtt njósnakerfi hjá Arsenal en félagið fékk til sín Sven Mislintat, fyrrum njósnara Borussia Dortmund, sem fær það verkefni að reyna að finna hæfileikaríka leikmenn fyrr og þróa þá hjá félaginu í stað þess að félagið borgi háar upphæðir fyrir þá síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner