mið 03. janúar 2018 19:00
Elvar Geir Magnússon
Bayern staðfestir að félagið vilji fá Goretzka
Leon Goretzka.
Leon Goretzka.
Mynd: Getty Images
Bayern München hefur staðfest áhuga sinn á miðjumanninum Leon Goretzka hjá Schalke.

Þessi 22 ára þýski landsliðsmaður hefur skorað sex sinnum í tólf leikjum og hjálpaði Schalke að fara inn í vetrarhléið í öðru sæti.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Bæjara.

„Leon Gortezka er frábær leikmaður. Það er klárt. Hann er leikmaður Schalke og við virðum það. Hann er þýskur landsliðsmaður og við getum staðfest að við höfum áhuga á honum," segir Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern.

Samningur Goretzka rennur út í sumar og hefur einnig verið greint frá áhuga Liverpool á honum.

Annars er það að frétta úr herbúðum Bayern að markvörðurinn Sven Ulreich er meiddur á fingri. Ulreich er aðalmarkvörður Bayern í fjarveru Manuel Neuer sem er enn að jafna sig eftir að hafa farið í aðgerð á vinstri fæti í september. Bæjarar vonast til þess að Ulreich verði klár í fyrsta leik þeirra eftir vetrarfri, leikið verður gegn Bayer Leverkusen þann 12. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner