Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. janúar 2018 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Arsenal og Chelsea: Stærstu stjörnurnar byrja
Mynd: Getty Images
Það er Lundúnaslagur af bestu gerð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal og Chelsea eigast við í eina leik kvöldsins í deildinni.

Fyrir leik munar sjö stigum á liðunum. Chelsea er í þriðja sæti með 45 stig á meðan Arsenal hefur 38 stig í sjötta sætinu. Chelsea getur með sigri komist upp fyrir Manchester United í annað sæti deildarinnar.

Öll stóru nöfnin byrja í þessum leik. Alexis Sanchez, Alexandre Lacazette og Mesut Özil eru í byrjunarliði Arsenal og hjá Englandsmeisturunum byrja Kante, Fabregas, Hazard og Morata.

Arsenal stillir upp í þriggja manna vörn með Rob Holding, Mustafi og Calum Chambers. Chelsea er einnig með þriggja manna vörn.

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Holding, Mustafi, Chambers, Bellerin, Xhaka, Wilshere, Maitland-Niles, Ozil, Sanchez, Lacazette.
(Varamenn: Ospina, Mertesacker, Walcott, Iwobi, Welbeck, Coquelin, Elneny)

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Cahill, Christensen, Azpilicueta, Moses, Kante, Bakayoko, Alonso, Fabregas, Hazard, Morata.
(Varamenn: Caballero, Rudiger, Drinkwater, Pedro, Zappacosta, Willian, Batshuayi)



Athugasemdir
banner
banner
banner