Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. janúar 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Daily Mail velur sameiginlegt lið Arsenal og Chelsea
Stjórarnir. Wenger og Conte.
Stjórarnir. Wenger og Conte.
Mynd: Getty Images
Sjö frá Chelsea. Fjórir frá Arsenal.
Sjö frá Chelsea. Fjórir frá Arsenal.
Mynd: Daily Mail
Arsenal mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Emirates í kvöld. Bláliðar hafa staðið sig betur í deildinni hingað til og eru sjö stigum á undan nágrönnum sínum.

Þessi lið munu mætast þrívegis í janúar en þau mætast heima og að heiman í undanúrslitum deildabikarsins.

Daily Mail ákvað að púsla saman sameiginlegu liði úr leikmannahópum þessara tveggja Lundúnaliða.

Markvörður
Thibaut Courtois (Chelsea)
Petr Cech er enn frábær markvörður en þrátt fyrir það var þetta ekki erfitt val.

Hægri bakvörður
Hector Bellerín (Arsenal)
Spánverjinn stóð ekki alveg undir væntingum á síðasta tímabili en er farinn að finna sig aftur.

Miðvörður
Cesar Azpilicueta (Chelsea)
Er áreiðanlegur, sama hvort hann sé hægra megin eða í hjarta varnarinnar.

Miðvörður
Laurent Koscielny (Arsenal)
Einn besti miðvörður deildarinnar. Arsene Wenger hefur þó sagt að hann sé mjög tæpur fyrir leikinn í kvöld eftir að hafa farið meiddur af velli gegn West Brom um hátíðarnar.

Vinstri bakvörður
Marcos Alonso (Chelsea)
Sá leikmaður sem kom hvað mest á óvart þegar Chelsea varð Englandsmeistari á nýliðnu ári.

Miðjumaður
N'Golo Kante (Chelsea)
Líklega fyrsti maður á blað. Leikmaður ársins hjá Chelsea á síðasta tímabili og heldur áfram að leika vel.

Miðjumaður
Cesc Fabregas (Chelsea)
Áreiðanleiki og stöðugleiki. Fyrrum leikmaður Arsenal.

Sóknarmiðjumaður
Mesut Özil (Arsenal)
Özil á sína gagnrýnendur en þegar hann er á deginum sínum getur hann galopnað allar varnir.

Hægri vængur
Eden Hazard (Chelsea)
Fyrir utan Kevin De Bruyne er erfitt að nefna nokkurn mann í deildinni sem er skemmtilegra að horfa á en Hazard. Hann flýgur inn í þetta lið.

Vinstri vængur
Alexis Sanchez (Arsenal)
Leikmaður sem getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi.

Sóknarmaður
Alvaro Morata (Chelsea)
Skákar Alexandre Lacazette. Morata var keyptur á háa fjárhæð en er byrjaður að borga til baka og hefur skorað tólf mörk.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner