Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. janúar 2018 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jafnt í skemmtilegum Lundúnaslag
Það var gleði á milli leikmanna þrátt fyrir að um nágrannaslag væri að ræða.
Það var gleði á milli leikmanna þrátt fyrir að um nágrannaslag væri að ræða.
Mynd: Getty Images
Bellerin fagnar marki sínu.
Bellerin fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 2 Chelsea
1-0 Jack Wilshere ('63 )
1-1 Eden Hazard ('67 , víti)
1-2 Marcos Alonso ('84 )
2-2 Hector Bellerin ('90 )

Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea skildu jöfn í bráðskemmtilegum leik á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus þrátt fyrir góð færi. Alvaro Morata fékk líklega það besta þegar hann slapp einn í gegn en setti boltann fram hjá Petr Cech og markinu.

Fyrsta markið kom á 63. mínútu og var það Jack Wilshere sem skoraði við mikinn fögnuð viðstaddra. Wilshere hefur verið að spila mjög vel að undanförnu.

Stuttu eftir mark Wilshere dró aftur til tíðinda. Eden Hazard fékk þá vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Í næstu sókn fékk Morata aftur gott færi en aftur mistókst honum að skora.

Marcos Alonso hefur reynst Chelsea drjúgur oft á tíðum og hann skoraði á 84. mínútu og kom gestunum yfir.

Það stefndi í sigur Chelsea en leikir eins og þessir verðskulda drama og þessi leikur fékk það. Í uppbótartímanum skoraði Hector Bellerin fallegt mark og tryggði Arsenal stig.

Davide Zappacosta komst svo nálægt því að koma Chelsea aftur yfir áður en dómarinn flautaði af. Eftir æsilegar lokamínútur fékk niðurstaða í leikinn, lokatölur 2-2.

Þetta stig gerir ekki mikið fyrir liðin, Chelsea er áfram í þriðja sæti og Arsenal situr áfram í sjötta sætinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner