Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. janúar 2018 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: VG 
Gylfi og Heimir í liði ársins á Norðurlöndunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska blaðið Verdens Gang tilkynnti í dag lið ársins hjá sér á Norðurlöndum. Einn Íslendingur kemst í liðið og ætti það ekki að koma neinum á óvart hver það er; Gylfi Þór Sigurðsson.

Gylfi hjálpaði Swansea að halda sér í ensku úrvalsdeildinni áður en hann var keyptur til Everton fyrir metfé. Hann var algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu sem tryggði sér þáttökurétt á HM í Rússlandi.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, er þjálfari þessa liðs og aðstoðarmaður hans er Janne Andersson, þjálfari Svíþjóðar.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, er á meðal varamanna og Alfreð Finnbogason er nefndur sérstaklega, án þess þó að komast í liðið. Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið í liðinu undanfarin tvö ár en kemst ekki í það að þessu sinni.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Gylfi kemst í lið ársins hjá Verdens Gang; hann hefur verið valinn í það sex sinnum á síðustu sjö árum!

Athygli vekur að Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Manchester United, kemst ekki í liðið. Hann er á meðal varamanna.

Í liðinu eru fimm Danir, fjórir Svíar, einn Íslendingur og einn Norðmaður. Hér að neðan má sjá liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner