Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 03. janúar 2018 08:50
Magnús Már Einarsson
Jake Livermore reifst við stuðningsmenn West Ham
Livermore á sprettinum.
Livermore á sprettinum.
Mynd: Getty Images
West Ham ætlar að rannsaka hvað varð til þess að Jake Livermore, miðjumaður WBA, lenti í rifrildi við stuðningsmenn liðsins í gær.

West Ham vann leik liðanna 2-1 á heimavelli sínum en Livermore brjálaðist í leikslok.

Livermore reifst af krafti við stuðningsmenn West Ham og á endanum þurfti að leiða hann inn í klefa.

„Ég þekki hann og hann er frábær strákur. Það er ekki séns að hann hafi farið að áhorfendum nema honum hafi verið alvarlega ögrað," sagði Alan Pardew, stjóri WBA, eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner