Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. janúar 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Man City sagt vera að reyna að kaupa Umtiti
Umtiti í leik með Börsungum.
Umtiti í leik með Börsungum.
Mynd: Getty Images
L'Equipe segir að Samuel Umtiti, leikmaður Barcelona, hafi beðið um tíma til að liggja undir feldi eftir að hafa rætt við forráðamenn Manchester City.

Franski varnarmaðurinn er með riftunarákvæði upp á 53,2 milljónir punda.

Umtiti hefur verið einn besti varnarmaður Evrópu á þessu tímabili en hann meiddist aftan í læri 2. desember gegn Celta Vigo.

Pep Guardiola vill bæta við varnarmanni og telur sig þurfa miðvörð sem geti spilað boltanum úr vörninni.

Umtiti gekk í raðir Barcelona frá Lyon 2016 fyrir 21 milljón punda og hefur þessi 24 ára leikmaður staðið sig afar vel. Erfitt er að sjá hann yfirgefa Barcelona strax.

City hefur fimmtán stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og ætti að fljúga áfram í Meistaradeildinni þar sem Basel er mótherjinn í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner