Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. janúar 2018 18:10
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig aftur til Kaupmannahafnar?
Ragnar er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins.
Ragnar er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tipsbladet í Danmörku veltir því fyrir sér hvort íslenski landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson gæti farið aftur í FC Kaupmannahöfn í janúarglugganum.

Ragnar er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins eftir velgengni hans með liðinu 2011-2013 en hann fagnaði meistaratitlinum 2013 og bikarmeistaratitlinum árið á undan.

Sjálfur hefur Ragnar sagt í viðtölum að hann hafi kunnað gríðarlega vel við sig hjá félaginu og að hann hafi áhuga á að spila aftur í búningi þess.

Kaupmannahöfn er stærsta félagið í Danmörku en liðinu hefur ekki vegnað vel á tímabilinu og er í sjötta sæti nú þegar vetrarfrí er í gangi. Það þykir ljóst að Stale Solbakken ætli að styrkja leikmannahópinn.

Ragnar er hjá Rubin Kazan í Rússlandi en félagið er í fjárhagsvandræðum og hefur ekki getað staðið við launagreiðslur.

„Það hefur sýnt sig á úrslitum og spilamennsku að það fer í móralinn að menn séu ekki að fá borgað. Menn eru að tala um þetta á hverjum einasta degi og það er óþægilegt að vera í þessari óvissu," sagði Ragnar í viðtali við Akraborgina í síðasta mánuði en þar sagði hann að sinn vilji væri að fara í annað félag.

„Ég held að það yrði best fyrir mig persónulega. Ég og umboðsmaðurinn minn erum að vinna í því. Þetta kemur bara í ljós."
Athugasemdir
banner
banner
banner