Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. janúar 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spalletti hræddur um að missa leikmenn í janúar
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti, þjálfari Inter, óttast að hann muni missa leikmenn úr hópnum sínum í janúarglugganum.

Inter byrjaði tímabilið afar vel og leiddi deildina þar til fyrir þremur umferðum. Liðið er aðeins búið að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum og er sjö stigum frá toppliði Napoli.

Inter vill kaupa Javier Pastore en myndi fara í klandur vegna fjárhagsháttvísisreglna evrópska knattspyrnusambandsins. Því þarf félagið að selja leikmenn til að geta keypt.

„Ég kom hingað til að stela samningum leikmanna og fela þá heima hjá mér svo þeir geti ekki verið seldir," grínaðist Spalletti eftir fund með stjórnendum Inter í gær.

„Ekki spyrja mig út í leikmannamarkaðinn, spyrjið stjórnina. Ég hef ekkert vald, eina sem ég vil er að halda leikmönnunum mínum. Ég óttast að þeir muni láta leikmennina mína hverfa."
Athugasemdir
banner
banner
banner