Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. janúar 2018 11:57
Magnús Már Einarsson
U17 landslið karla sem fer á æfingamót í Hvíta-Rússlandi
Teitur Magnússon úr FH er í hópnum.
Teitur Magnússon úr FH er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason hefur valið hóp U17 ára landsliðs karla sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar og tekur þar þátt í æfingamóti.

Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018.

Mótið fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 21.-28. janúar næstkomandi og taka 12 lið þátt í því. Þegar riðlakeppninni er lokið hefjast innbyrðis viðureignir milli riðla og mun Ísland því í heildina leika fimm leiki.

Hópurinn
Andri Fannar Baldursson, Breiðablik
Egill Makan Þorvaldsson, Breiðablik
Karl Friðleifur Gunnarsson, Breiðablik
Baldur Logi Guðlaugsson, FH
Teitur Magnússon, FH
Kristall Máni Ingason, FCK
Jóhann Árni Gunnarsson, Fjölnir
Sigurjón Daði Harðarsson, Fjölnir
Viktor Andri Hafþórsson, Fjölnir
Mikael Egill Ellertsson, Fram
Brynjar Snær Pálsson, ÍA
Davíð Snær Jóhannsson, Keflavík
Finnur Tómas Pálsson, KR
Ómar Castaldo Einarsson, KR
Atli Barkarson, Norwich FC
Ísak Snær Þorvaldsson, Norwich FC
Guðmundur Axel Hilmarsson, Selfoss
Arnór Ingi Kristinsson, Stjarnan
Sölvi Snær Fodilsson, Stjarnan
Jón Gísli Eyland Gíslason, Tindastóll

Leikmenn sem þurfa að vera til taks ef að forföll verða;
Birgir Baldvinsson, KA
Hákon Rafn Valdimarsson, Gróttu
Stefán Ingi Sigurðarson, Breiðablik
Vuk Dimitrijevic, Leiknir
Þórður Hafþórsson, Vestri
Athugasemdir
banner