mið 03. janúar 2018 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger pirraður: Ekkert mun breytast
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arsenal fékk á sig vítaspyrnu sem Wenger var ekki sáttur með. Hann hefur kvartað yfir dómurum undanfarna daga og á blaðamannafundi í kvöld hélt hann því áfram.

Sjá einnig:
Wenger brjálaður: Úrvalsdeildin tekst ekki á við vandamálin

„Þetta var ótrúlegur leikur. Enn og aftur fáum við slæma ákvörðun gegn okkur," sagði Wenger.

„Ef þetta var vítaspyrna áttum við að fá tvær. Þetta var fáránleg ákvörðun," sagði sá franski enn fremur.

„Þið, enska pressan segið ekkert við þessu. Dómarinn hafði mikil áhrif á leik Tottenham og Swansea í gær en enginn talar um það og því mun ekkert breytast."

Á þetta var dæmd vítaspyrna (myndband)
Athugasemdir
banner
banner
banner