Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. janúar 2021 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Newcastle og Leicester: Rodgers gerir sjö breytingar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Newcastle og Leicester eigast við í fyrri leik dagsins af tveimur í ensku úrvalsdeildinni.

Steve Bruce gerir tvær breytingar á liði Newcastle sem náði jafntefli gegn Liverpool í miðvri viku. Jacob Murphy og Isaac Hayden detta út fyrir Sean Longstaff og Miguel Almiron.

Callum Wilson og Joelinton leiða því áfram sókn Newcastle, sem er með 19 stig eftir 15 umferðir.

Brendan Rodgers gerir hins vegar sjö breytingar á liði Leicester sem gerði jafntefli við Crystal Palace í vikunni.

Kasper Schmeichel, James Justin, Jonny Evans og Harvey Barnes eru þeir einu sem halda sæti sínu í liðinu.

James Maddison og Wesley Fofana byrja í dag eftir að hafa verið hvíldir í miðri viku. Þá er Cengiz Ünder kominn á bekkinn en hann er allur að koma til eftir meiðsli.

Newcastle: Darlow, Yedlin, Fernandez, Schar, Clark, Ritchie, S Longstaff, M Longstaff, Almiron, Joelinton, Wilson.
Varamenn: Dubravka, Dummett, Carroll, Shelvey, Gayle, Hendrick, Krafth, Manquillo, Murphy.

Leicester: Schmeichel, Justin, Fofana, Evans, Castagne, Ndidi, Albrighton, Tielemans, Maddison, Barnes, Vardy.
Varamenn: Ward, Soyuncu, Iheanacho, Perez, Amartey, Under, Mendy, Praet, Thomas.
Athugasemdir
banner
banner