sun 03. janúar 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea í vandræðum - „Þetta var svo, svo lélegt"
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea er 0-3 undir á heimavelli gegn Manchester City. Frank Lampard, stjóri Chelsea, er að fá slæma útreið á samfélagsmiðlum sem og leikmenn liðsins.

Þetta hefur alls ekki verið góður fyrri hálfleikur hjá Chelsea, en eftir að hafa eytt 200 milljónum punda síðasta sumar hlýtur að vera gerð krafa á meira.

„Þetta var ljótur fyrri hálfleikur hjá Chelsea," skrifar Matt Law, blaðamaður Daily Telegraph, á Twitter og aðrir fjölmiðlamenn taka í sama streng. John Cross, fjölmiðlamaður Mirror, telur að stuðningsmenn Chelsea hefðu púað vel og innilega ef þeir væru á vellinum.

„Þetta var svo, svo lélegt," skrifaði Cross og hrósaði City fyrir sína spilamennsku.

Chelsea er eins og staðan er núna í áttunda sæti með 27 stig en þetta er 17. deildarleikur liðsins á tímabilinu.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner