Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. janúar 2021 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Boer vonar að Van Dijk verði klár fyrir EM
Mynd: Getty Images
Frank de Boer, landsliðsþjálfari Hollands, vonar að einn af bestu miðvörðum heims verði klár fyrir Evrópumótið næsta sumar.

Virgil van Dijk sleit krossband á hné í 2-2 jafntefli Liverpool gegn Everton um miðjan október og þurfti að fara í aðgerð.

Hann hóf endurhæfingu í byrjun nóvember og er ekki ljóst hvenær hann gæti orðið klár í slaginn. Evrópumótið hefst 11. júní.

„Ef allt fer að óskum og endurhæfingin gengur hratt fyrir sig þá gæti hann verið klár fyrir fyrsta leik Evrópumótsins," sagði De Boer um meiðsli Van Dijk.

Samkvæmt þessu býst þjálfarateymi hollenska landsliðsins ekki við því að Van Dijk muni spila annan leik á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner