Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. janúar 2021 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City með sannfærandi sigur gegn Chelsea
Man City fagnar marki á Brúnni.
Man City fagnar marki á Brúnni.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, klórar sér í hausnum.
Frank Lampard, stjóri Chelsea, klórar sér í hausnum.
Mynd: Getty Images
Chelsea 1 - 3 Manchester City
0-1 Ilkay Gundogan ('18 )
0-2 Phil Foden ('21 )
0-3 Kevin de Bruyne ('34 )
1-3 Callum Hudson-Odoi ('90 )

Manchester City vann sannfærandi sigur á Chelsea þegar liðin áttust við í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

City skoraði tvö mörk með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks. Ilkay Gundogan skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og stuttu síðar bætti hinn efnilegi Phil Foden við öðru marki eftir magnað sendingu frá Kevin de Bruyne.

De Bruyne var svo sjálfur á skotskónum á 34. mínútu. Eftir sókn hjá Chelsea slapp Raheem Sterling í gegn á hinum endanum. Skot Sterling fór í stöngina en De Bruyne fylgdi á eftir og skoraði fram hjá Edouard Mendy í markinu.

Staðan var 3-0 í hálfleik og það var sanngjarnt. Ef eitthvað er, þá hefði forysta gestana getað verið stærri.

Sjá einnig:
Chelsea í vandræðum - „Þetta var svo, svo lélegt"

City var heilt yfir mikið sterkari í leiknum. Callum Hudson-Odoi náði að minnka muninn í uppbótartíma; hann klóraði í bakkann fyrir Chelsea og lokatölur 3-1 á Stamford Bridge í London.

Það er komin pressa á Frank Lampard, stjóra Chelsea, enda hefur árangurinn ekki verið góður. Chelsea er í áttunda sæti með 26 stig eftir 17 leiki. Chelsea eyddi um 200 milljónum punda í leikmannakaup síðasta sumar en nýir leikmenn liðsins hafa ekki verið að gera góða hluti. City er í fimmta sæti með 29 stig eftir 15 leiki spilaða.

Önnur úrslit í dag:
England: Leicester vann nauman sigur í Newcastle

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner