sun 03. janúar 2021 14:10
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham ætlar að kaupa sóknarmann í janúar
Mitrovic fær vonandi samkeppni í janúar.
Mitrovic fær vonandi samkeppni í janúar.
Mynd: Getty Images
Scott Parker á erfitt verkefni fyrir höndum er hann reynir að stýra Fulham frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Fulham er í fallsæti sem stendur, með 11 stig eftir 15 umferðir og tvo leiki til góða á næstu lið í kring.

Helsta vandamál Fulham á tímabilinu hefur verið markaskorun þar sem liðið er aðeins komið með 13 mörk og því að skora tæplega mark á leik. Þessi vandræði voru augljós í desember er Fulham skoraði aðeins tvö mörk og eitt þeirra var sjálfsmark.

„Við erum bara með einn sóknarmann í hópnum og þurfum að styrkja okkur þar. Við vitum að janúarmarkaðurinn er erfiður og þá sérstaklega á þessum tímum," sagði Parker.

„Við erum með mjög góðan sóknarmann en við þurfum meiri breidd. Það er mikilvægt að hafa samkeppni um byrjunarliðssæti ef maður ætlar að spila í úrvalsdeildinni."

Fulham átti að spila útileik við Burnley í fallbaráttunni í dag en honum var frestað vegna fjölda Covid smita í herbúðum Fulham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner